Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 12:36 Buttigieg (t.v.) og Sanders (t.h.) eru fremstir í flokki í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata í New Hampshire. Sá fyrrnefndi þykir sá frambjóðandi sem stendur næst miðjunni en Sanders er lengst til vinstri. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Bernie Sanders og Pete Buttigieg býtist um sigurinn í næsta hluta forvals Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram í New Hampshire á morgun. Útlit er fyrir að Joe Biden, sem hefur leitt í könnunum á landsvísu, verði lítt ágengt í ríkinu. Annað prófkjörið í forvali demókrata á forsetaframbjóðanda flokksins fer fram í skugga glundroðans í Iowa þar forvalið hófst í síðustu viku. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmis sem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu og staðfesta úrslit. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí. Næstur kom Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont. Framboð hans hefur sagst ætla að fara fram á aðra endurskoðun á hluta úrslitanna í Iowa. Sanders virðist hafa fengið flest atkvæði í forvalinu í Iowa en vegna flókinna reglna þess fær hann færri kjörmenn en Buttigieg. Báðir hafa frambjóðendurnir lýst yfir sigri. Útlitið dökkt fyrir Biden Tvímenningarnir leiða sömuleiðis skoðanakannanir fyrir forvalið í New Hampshire á morgun. Sanders mælist með forskot á Buttigieg í þeim flestum. Kosningaspá Five Thirty Eight gerir ráð fyrir að Sanders fái um 28% atkvæða í ríkinu. Líkurnar á að hann vinni flesta kjörmenn New Hampshire séu um tveir á móti þremur en Buttigieg aðeins þrír á móti tíu. Horfur Biden, fyrrverandi varaforseta, virðast ekki góðar í New Hampshire og þeim hefur hrakað í kjölfar Iowa. Hann mælist yfirleitt í fjórða sæti frambjóðenda þar, á eftir Sanders, Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanni Massachusetts. Warren á sjálf á hættu að daga uppi í forvalinu takist henni ekki að smala fleiri atkvæðum í New Hamsphire og í næstu ríkjum. Framboð Biden hefur lengi ýjað að því að honum ætti ekki eftir að vegna vel í fyrstu ríkjunum í forvalinu þar sem hlutfall hvítra þar er mun hærra en á landsvísu. Biden sækir fylgi sitt að miklu leyti til blökkumanna og hefur því verið sigurvissari í ríkjum eins og Suður-Karólínu þar sem kosið verður í lok mánaðar. Á móti eru möguleikar Buttigieg taldir minni þegar forvalið færist frá ríkjum þar sem afgerandi meirihluti íbúa er hvítur þar sem hann nýtur takmarkaðs stuðnings á meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Fjarað gæti undan framboði Biden girði hann sig ekki fljótt í brók.AP/Elise Amendola Ásakanir gengu á víxl Sanders og Buttigieg vörðu helginni í árásir á hvor annan. Þannig sakaði Sanders mótframbjóðanda sinn um að vera í vasa auðugra fjárhagslegra bakhjarla. „Pete hefur safnað kosningaframlögum frá fleiri en fjörutíu milljarðamæringum,“ sagði Sanders við stuðningsmenn sína. Milljarðamæringarnir gæfu til Buttigieg vegna þess að þeir teldu hann ekki ætla að beita sér gegn þeim. Á móti fullyrti Buttigieg að Sanders væri sundrungarafl. „Ég virði Sanders öldungadeildarþingmann en þegar ég heyri skilaboð hans um að fólk styðji annað hvort byltingu eða að það styðja ríkjandi ástandi þá er það sýn á landið sem gerir ekki ráð fyrir flestu okkar,“ sagði fyrrverandi borgarstjórinn. Biden hefur skotið á þá báða, Buttigieg fyrir að skorta reynslu og Sanders fyrir að vera of róttækur fyrir almenna kjósendur í forsetakosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Bernie Sanders og Pete Buttigieg býtist um sigurinn í næsta hluta forvals Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram í New Hampshire á morgun. Útlit er fyrir að Joe Biden, sem hefur leitt í könnunum á landsvísu, verði lítt ágengt í ríkinu. Annað prófkjörið í forvali demókrata á forsetaframbjóðanda flokksins fer fram í skugga glundroðans í Iowa þar forvalið hófst í síðustu viku. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmis sem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu og staðfesta úrslit. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí. Næstur kom Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont. Framboð hans hefur sagst ætla að fara fram á aðra endurskoðun á hluta úrslitanna í Iowa. Sanders virðist hafa fengið flest atkvæði í forvalinu í Iowa en vegna flókinna reglna þess fær hann færri kjörmenn en Buttigieg. Báðir hafa frambjóðendurnir lýst yfir sigri. Útlitið dökkt fyrir Biden Tvímenningarnir leiða sömuleiðis skoðanakannanir fyrir forvalið í New Hampshire á morgun. Sanders mælist með forskot á Buttigieg í þeim flestum. Kosningaspá Five Thirty Eight gerir ráð fyrir að Sanders fái um 28% atkvæða í ríkinu. Líkurnar á að hann vinni flesta kjörmenn New Hampshire séu um tveir á móti þremur en Buttigieg aðeins þrír á móti tíu. Horfur Biden, fyrrverandi varaforseta, virðast ekki góðar í New Hampshire og þeim hefur hrakað í kjölfar Iowa. Hann mælist yfirleitt í fjórða sæti frambjóðenda þar, á eftir Sanders, Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanni Massachusetts. Warren á sjálf á hættu að daga uppi í forvalinu takist henni ekki að smala fleiri atkvæðum í New Hamsphire og í næstu ríkjum. Framboð Biden hefur lengi ýjað að því að honum ætti ekki eftir að vegna vel í fyrstu ríkjunum í forvalinu þar sem hlutfall hvítra þar er mun hærra en á landsvísu. Biden sækir fylgi sitt að miklu leyti til blökkumanna og hefur því verið sigurvissari í ríkjum eins og Suður-Karólínu þar sem kosið verður í lok mánaðar. Á móti eru möguleikar Buttigieg taldir minni þegar forvalið færist frá ríkjum þar sem afgerandi meirihluti íbúa er hvítur þar sem hann nýtur takmarkaðs stuðnings á meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Fjarað gæti undan framboði Biden girði hann sig ekki fljótt í brók.AP/Elise Amendola Ásakanir gengu á víxl Sanders og Buttigieg vörðu helginni í árásir á hvor annan. Þannig sakaði Sanders mótframbjóðanda sinn um að vera í vasa auðugra fjárhagslegra bakhjarla. „Pete hefur safnað kosningaframlögum frá fleiri en fjörutíu milljarðamæringum,“ sagði Sanders við stuðningsmenn sína. Milljarðamæringarnir gæfu til Buttigieg vegna þess að þeir teldu hann ekki ætla að beita sér gegn þeim. Á móti fullyrti Buttigieg að Sanders væri sundrungarafl. „Ég virði Sanders öldungadeildarþingmann en þegar ég heyri skilaboð hans um að fólk styðji annað hvort byltingu eða að það styðja ríkjandi ástandi þá er það sýn á landið sem gerir ekki ráð fyrir flestu okkar,“ sagði fyrrverandi borgarstjórinn. Biden hefur skotið á þá báða, Buttigieg fyrir að skorta reynslu og Sanders fyrir að vera of róttækur fyrir almenna kjósendur í forsetakosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46