Umhverfisstofnun Bretlands hefur gefið út flóðaviðvaranir víða um landið en gífurlega mikil rigning hefur verið í Bretlandi í mánuðinum. Sérstaklega er búið að vara íbúa Ironbridge og Shrewsbury við því að flóð þar muni verða lífshættuleg en búist er við því að ár muni flæða yfir bakka sína á næstu dögum.
Allt í allt er búið að lýsa yfir viðbúnaðarstigi á hundrað stöðum í Bretlandi þar sem búist er við flóðum og á um tvö hundrað stöðum þar sem flóð eru talin möguleg.
Rigning í Englandi hefur verið rúmlega tvöfallt meiri en meðalrigning í febrúar og enn er tæp vika eftir af mánuðinum. Þá er vitað til þess að mánaðarrigning hefur sumsstaðar mælst á einungis sólarhring.
Hluti Shrewsbury er þegar undir vatni vegna fyrri flóða en samkvæmt frétt BBC er óttast að vatnshæðin þar muni ná hæðum sem hún hafi aldri náð áður.