Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. febrúar 2020 12:15 Birtingarmyndir vinnustöðvunar Eflingarfólks í Reykjavík eru margar,til að mynda hefur hún raskað sorphirðu í borginni. Vísir/efling Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48
Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01