Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2020 11:45 Þotan sem flutti fólk frá Wuhan á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gær. Utanríkisráðuneytið Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi. „Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins. Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum. Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands. Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45 Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi. „Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins. Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum. Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands.
Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45 Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52
Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57
Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00