Foreldrar með börnin sín í vinnunni út af verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 21:58 Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira