Foreldrar með börnin sín í vinnunni út af verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 21:58 Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira