Upplýst umræða um Elliðaárdal Einar G. Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2020 08:00 Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. Eðlilega hefur hún aðallega snúist um deiliskipulagið á svæðinu og hvort byggja skuli svæðið upp með þeim hætti sem að er stefnt, en þó ekki að öllu leyti. Því miður hafa sumir gagnrýnendur uppbyggingarinnar reynt að gera aðstandendur ALDIN-Biodome borgargarðsins tortryggilega. Einhverjir hafa dylgjað um að á bak við verkefnið séu „nafnlausir milljarðamæringar“ og aðrir telja að rekstrarforsendur borgargarðsins séu hæpnar og áætlanir óljósar. Hvorugt er rétt. Eigum við ekki að byggja umræðuna á staðreyndum frekar en dylgjum? Ég hef ekkert meira vit en hver annar á skipulagsmálum í borginni, en ég þekki vel til stofnunar og reksturs sprotafyrirtækja almennt og til þessa tiltekna fyrirtækis sérstaklega. Eignarhaldið liggur fyrir Fyrst ber að geta þess að það er fullkomlega ljóst hverjir eigendur verkefnisins eru. Eignarhaldið kemur mjög skýrt fram á vefsvæði ALDIN-Biodome. Stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, á 84% hlut, félag í eigu Ágústs Freys Ingasonar á 7% hlut og Startup Reykjavík Invest á 6% hlut, en ALDIN tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík árið 2015. Síðastnefndi hluthafinn er dótturfélag Arion banka. Hér er enga huldumenn að finna. Vitanlega á hluthafalistinn líklega eftir að taka breytingum eftir því sem fjármögnun miðar fram, en þeir sem tala um „milljarðamæringa“, „huldumenn“ eða „auðjöfra“ eru viljandi að þyrla upp ryki og spilla eðlilegri umræðu. Hvað varðar raunhæfi viðskipta- og rekstraráætlana ALDIN-Biodome hef ég eftirfarandi að segja: Allur fyrirtækjarekstur er óvissu háður. Það liggur í eðli hans og því verður ekki breytt. Hins vegar er hægt að standa svo að undirbúningi og forvinnu að hámarka megi líkur á að vel takist til. Bygging ALDIN-Biodome hefur verið í undirbúningi svo árum skiptir og hefur stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, lagt allt sitt í þá vinnu. Viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir því að tekjur verði til með ýmsum hætti, t.d. með innheimtu áskriftargjalda frá meðlimum, aðgangseyri gesta, vörusölu og leigutekjum. Reksturinn byggir því ekki á einni stoð, heldur nokkrum sem einkum tengjast því að bjóða upp á sérstaka upplifun. Hér er mikilvægt að hafa í huga að fordæmi eru fyrir rekstri skildum þessum á Íslandi og má nefna sem dæmi gróðrarstöðina Friðheima sem hefur náð góðum árangri í að selja upplifun af ræktun og gróðurvin undir glerþaki. Það er líka fráleitt að bera ALDIN-Biodome saman við verkefni eins og Perluna og Hörpu, sem voru opinberar framkvæmdir í eigu opinberra aðila. Þar réðu allt önnur sjónarmið og forsendur en ráða við fjárfestingarákvarðanir einkaaðila. Íbúakosning um viðskiptaáætlun? Enginn getur vitað það fyrir víst hvernig reksturinn mun ganga þegar á reynir, en rekstraráætlanirnar og hugmyndin urðu til þess að Startup Reykjavík Invest ákvað að leggja fé í verkefnið. Við höfðum trú á fyrirtækinu og ég hef það enn. En hér verðum við að staldra aðeins við og spyrja hvort gagnrýnendur hafi hugsað málið til enda. Á það að verða að nýrri verklagsreglu í skipulagsmálum að öll fyrirtæki sem fá vilyrði fyrir lóðum hjá borginni þurfi að leggja rekstrar- og viðskiptaáætlanir sínar í dóm borgarbúa? Það er lykilatriði í mannlegu samfélagi að almennar reglur gildi og að þær gildi jafnt fyrir alla. Það á ekkert síður við þegar verið er að koma fyrirtæki á laggirnar. Deiliskipulag svæðisins sem ALDIN-Biodome ætlar að reisa sinn borgargarð í samræmi við hefur fengið sömu meðferð og afgreiðslu og almennt gerist og gengur. Málið hefur verið kynnt og tekið hefur verið tillit til athugasemda íbúa eins og alltaf er gert. Það er hættulegt að taka geðþóttaákvarðanir um að víkja almennum reglum og ferli til hliðar í einstökum málum, ekki síst þegar um er að ræða friðþægingu fyrir hóp sem hugsanlega er í minnihluta í borginni. Umræða um mál eins og þetta er vissulega alltaf til góðs. Greinilegt er hins vegar að í huga sumra helgar tilgangurinn öll meðul - það er afar leiðinlegt að sjá. Reykvíkingar eiga betra skilið. Höfundur er sérfræðingur í nýsköpun og fyrrverandi framkvæmdastjóri Startup Reykjavík Invest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. Eðlilega hefur hún aðallega snúist um deiliskipulagið á svæðinu og hvort byggja skuli svæðið upp með þeim hætti sem að er stefnt, en þó ekki að öllu leyti. Því miður hafa sumir gagnrýnendur uppbyggingarinnar reynt að gera aðstandendur ALDIN-Biodome borgargarðsins tortryggilega. Einhverjir hafa dylgjað um að á bak við verkefnið séu „nafnlausir milljarðamæringar“ og aðrir telja að rekstrarforsendur borgargarðsins séu hæpnar og áætlanir óljósar. Hvorugt er rétt. Eigum við ekki að byggja umræðuna á staðreyndum frekar en dylgjum? Ég hef ekkert meira vit en hver annar á skipulagsmálum í borginni, en ég þekki vel til stofnunar og reksturs sprotafyrirtækja almennt og til þessa tiltekna fyrirtækis sérstaklega. Eignarhaldið liggur fyrir Fyrst ber að geta þess að það er fullkomlega ljóst hverjir eigendur verkefnisins eru. Eignarhaldið kemur mjög skýrt fram á vefsvæði ALDIN-Biodome. Stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, á 84% hlut, félag í eigu Ágústs Freys Ingasonar á 7% hlut og Startup Reykjavík Invest á 6% hlut, en ALDIN tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík árið 2015. Síðastnefndi hluthafinn er dótturfélag Arion banka. Hér er enga huldumenn að finna. Vitanlega á hluthafalistinn líklega eftir að taka breytingum eftir því sem fjármögnun miðar fram, en þeir sem tala um „milljarðamæringa“, „huldumenn“ eða „auðjöfra“ eru viljandi að þyrla upp ryki og spilla eðlilegri umræðu. Hvað varðar raunhæfi viðskipta- og rekstraráætlana ALDIN-Biodome hef ég eftirfarandi að segja: Allur fyrirtækjarekstur er óvissu háður. Það liggur í eðli hans og því verður ekki breytt. Hins vegar er hægt að standa svo að undirbúningi og forvinnu að hámarka megi líkur á að vel takist til. Bygging ALDIN-Biodome hefur verið í undirbúningi svo árum skiptir og hefur stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, lagt allt sitt í þá vinnu. Viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir því að tekjur verði til með ýmsum hætti, t.d. með innheimtu áskriftargjalda frá meðlimum, aðgangseyri gesta, vörusölu og leigutekjum. Reksturinn byggir því ekki á einni stoð, heldur nokkrum sem einkum tengjast því að bjóða upp á sérstaka upplifun. Hér er mikilvægt að hafa í huga að fordæmi eru fyrir rekstri skildum þessum á Íslandi og má nefna sem dæmi gróðrarstöðina Friðheima sem hefur náð góðum árangri í að selja upplifun af ræktun og gróðurvin undir glerþaki. Það er líka fráleitt að bera ALDIN-Biodome saman við verkefni eins og Perluna og Hörpu, sem voru opinberar framkvæmdir í eigu opinberra aðila. Þar réðu allt önnur sjónarmið og forsendur en ráða við fjárfestingarákvarðanir einkaaðila. Íbúakosning um viðskiptaáætlun? Enginn getur vitað það fyrir víst hvernig reksturinn mun ganga þegar á reynir, en rekstraráætlanirnar og hugmyndin urðu til þess að Startup Reykjavík Invest ákvað að leggja fé í verkefnið. Við höfðum trú á fyrirtækinu og ég hef það enn. En hér verðum við að staldra aðeins við og spyrja hvort gagnrýnendur hafi hugsað málið til enda. Á það að verða að nýrri verklagsreglu í skipulagsmálum að öll fyrirtæki sem fá vilyrði fyrir lóðum hjá borginni þurfi að leggja rekstrar- og viðskiptaáætlanir sínar í dóm borgarbúa? Það er lykilatriði í mannlegu samfélagi að almennar reglur gildi og að þær gildi jafnt fyrir alla. Það á ekkert síður við þegar verið er að koma fyrirtæki á laggirnar. Deiliskipulag svæðisins sem ALDIN-Biodome ætlar að reisa sinn borgargarð í samræmi við hefur fengið sömu meðferð og afgreiðslu og almennt gerist og gengur. Málið hefur verið kynnt og tekið hefur verið tillit til athugasemda íbúa eins og alltaf er gert. Það er hættulegt að taka geðþóttaákvarðanir um að víkja almennum reglum og ferli til hliðar í einstökum málum, ekki síst þegar um er að ræða friðþægingu fyrir hóp sem hugsanlega er í minnihluta í borginni. Umræða um mál eins og þetta er vissulega alltaf til góðs. Greinilegt er hins vegar að í huga sumra helgar tilgangurinn öll meðul - það er afar leiðinlegt að sjá. Reykvíkingar eiga betra skilið. Höfundur er sérfræðingur í nýsköpun og fyrrverandi framkvæmdastjóri Startup Reykjavík Invest.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun