„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020. Vísir/Sigurjón Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi. Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi.
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira