Baunuðu á Bloomberg Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2020 08:23 Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. AP/John Locher Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira