Má gagnrýna bætur? Guðný Hjaltadóttir skrifar 20. febrúar 2020 08:00 Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun