Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 23:32 Lúkasjenkó telur að stjórnarandstaðan hyggi á valdarán. Valery Sharifulin\TASS via Getty Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31
Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24