Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 07:58 Barack Obama, Kamala Harris, Hillary Clinton og Elizabeth Warren. Vísir/AP Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira