Bestu kvennalið Evrópu hefja leik í Baskalandi og allt í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 16:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér Þýskalandsmeistaratitlinum með nú fyrrum liðsfélögum sínum í VfL Wolfsburg liðinu. Getty/Maja Hitij Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira
Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Sjá meira