Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 15:46 Joe Biden og Kamala Harris í kappræðum fyrr í vetur. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. Þrír eru enn í framboði í forvali flokksins; öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og fulltrúadeildarþingmaðurinn Tusli Gabbard. Aðrir frambjóðendur hafa dregið framboð sitt til baka en ljóst er að annað hvort Sanders eða Biden munu hljóta tilnefninguna. Í myndbandi sem Harris birti á Twitter-síðu sinni sagðist hún hafa mikla trú á Biden. Hún hafi þekkt hann lengi og væri viss um að hann væri maðurinn sem gæti sameinað þjóðina. „Eitt af því sem við þurfum núna er leiðtogi sem er raunverulega annt um fólk og getur þar með sameinað fólk. Ég trúi því að Joe geti gert það,“ sagði Harris. Hún biðlaði til stuðningsmanna sinna að styðja við Biden í forvalinu þar sem mikið væri í húfi. „Styðjið þið Joe með mér og klárum þetta.“ .@JoeBiden has served our country with dignity and we need him now more than ever. I will do everything in my power to help elect him the next President of the United States. pic.twitter.com/DbB2fGWpaa— Kamala Harris (@KamalaHarris) March 8, 2020 Óhætt er að segja að Biden sé í góðri stöðu í forvalinu sem stendur. Eftir ofurþriðjudaginn svokallaða náði hann að gera forvalið að tveggja manna keppni milli hans og Sanders en Biden bar sigur úr býtum í tíu ríkjum af fjórtán. Hann er nú með 664 landsfundarfulltrúa gegn 573 landsfundarfulltrúum Sanders. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til þess að tryggja sér tilnefninguna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26 Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. Þrír eru enn í framboði í forvali flokksins; öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og fulltrúadeildarþingmaðurinn Tusli Gabbard. Aðrir frambjóðendur hafa dregið framboð sitt til baka en ljóst er að annað hvort Sanders eða Biden munu hljóta tilnefninguna. Í myndbandi sem Harris birti á Twitter-síðu sinni sagðist hún hafa mikla trú á Biden. Hún hafi þekkt hann lengi og væri viss um að hann væri maðurinn sem gæti sameinað þjóðina. „Eitt af því sem við þurfum núna er leiðtogi sem er raunverulega annt um fólk og getur þar með sameinað fólk. Ég trúi því að Joe geti gert það,“ sagði Harris. Hún biðlaði til stuðningsmanna sinna að styðja við Biden í forvalinu þar sem mikið væri í húfi. „Styðjið þið Joe með mér og klárum þetta.“ .@JoeBiden has served our country with dignity and we need him now more than ever. I will do everything in my power to help elect him the next President of the United States. pic.twitter.com/DbB2fGWpaa— Kamala Harris (@KamalaHarris) March 8, 2020 Óhætt er að segja að Biden sé í góðri stöðu í forvalinu sem stendur. Eftir ofurþriðjudaginn svokallaða náði hann að gera forvalið að tveggja manna keppni milli hans og Sanders en Biden bar sigur úr býtum í tíu ríkjum af fjórtán. Hann er nú með 664 landsfundarfulltrúa gegn 573 landsfundarfulltrúum Sanders. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til þess að tryggja sér tilnefninguna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26 Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32
Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26
Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30