Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2020 11:30 „Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær. Innslagið má sjá hér að ofan. KR virðist eins og svo oft áður búið að finna rétta gírinn nú þegar úrslitakeppnin hefst brátt og menn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Kristófer Acox voru frábærir í gær. „Mér finnst Kristófer koma betur og betur inn í þetta. Hann er búinn að vera að díla við alls konar kvilla en virðist vera að ná sér að fullu og þá eru það ótrúlega skemmtilegir hlutir fyrir KR. Krafturinn í þessum strák er óborganlegur, hann er frábær íþróttamaður og ef hann er orðinn heill heilsu þá er það ekki góðs viti fyrir neinn nema KR,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, en það var þá sem Teitur velti því upp sposkur á svip hvort að nokkuð væri að marka meiðslafréttir af KR-ingum: „Ég held að Böddi [Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR] hói þeim öllum inn og segi bara „strákar, nú bullum við í liðinu, þykjumst vera meiddir. Slappið af. Jón Arnór þú ferð bara til Flórída...“ Þeir eru bara að plata okkur einhvern veginn,“ sagði Teitur léttur en Jón Arnór Stefánsson var mættur aftur í slaginn í gær eftir ferð til Bandaríkjanna. Eins og fyrr segir virðist Matthías Orri Sigurðarson kominn vel í gang, rétt eins og í fyrra með ÍR. Kjartan Atli Kjartansson benti á hve dýrmætir hans eiginleikar væru fyrir KR og Teitur tók undir það: „Það voru þarna 2-3 sett á síðustu tveimur mínútunum þar sem að KR fékk bara hrein sniðskot. Það er ofboðslega gott merki fyrir liðið og ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru alltaf að vinna,“ sagði Teitur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær. Innslagið má sjá hér að ofan. KR virðist eins og svo oft áður búið að finna rétta gírinn nú þegar úrslitakeppnin hefst brátt og menn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Kristófer Acox voru frábærir í gær. „Mér finnst Kristófer koma betur og betur inn í þetta. Hann er búinn að vera að díla við alls konar kvilla en virðist vera að ná sér að fullu og þá eru það ótrúlega skemmtilegir hlutir fyrir KR. Krafturinn í þessum strák er óborganlegur, hann er frábær íþróttamaður og ef hann er orðinn heill heilsu þá er það ekki góðs viti fyrir neinn nema KR,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, en það var þá sem Teitur velti því upp sposkur á svip hvort að nokkuð væri að marka meiðslafréttir af KR-ingum: „Ég held að Böddi [Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR] hói þeim öllum inn og segi bara „strákar, nú bullum við í liðinu, þykjumst vera meiddir. Slappið af. Jón Arnór þú ferð bara til Flórída...“ Þeir eru bara að plata okkur einhvern veginn,“ sagði Teitur léttur en Jón Arnór Stefánsson var mættur aftur í slaginn í gær eftir ferð til Bandaríkjanna. Eins og fyrr segir virðist Matthías Orri Sigurðarson kominn vel í gang, rétt eins og í fyrra með ÍR. Kjartan Atli Kjartansson benti á hve dýrmætir hans eiginleikar væru fyrir KR og Teitur tók undir það: „Það voru þarna 2-3 sett á síðustu tveimur mínútunum þar sem að KR fékk bara hrein sniðskot. Það er ofboðslega gott merki fyrir liðið og ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru alltaf að vinna,“ sagði Teitur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira