Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:45 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu." Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu."
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira