Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í kvöld fyrir Borås sem er með aðra hönd á deildarmeistarabikarnum í sænska körfuboltanum.
Borås er með 54 stig og sex stiga forskot á Luleå þegar aðeins fimm umferðir eru eftir.
Í kvöld vann Borås 105-78 útisigur á Nässjö og var Elvar atkvæðamikill í leiknum. Hann skoraði 20 stig og var næststigahæstur, átti fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst.
Þetta var tíundi sigurleikur Borås í röð gegn Nässjö sem er í 8. sæti af 12 liðum.
Tio i rad mot @nassjobasket och denna gång slutade det som framgår av bilden...
— Borås Basket SBL (@BorasBasket) March 3, 2020
#BoråsBasket#EnjoyThePassionpic.twitter.com/WZGdW8DaQ7