Erfiðara ef við hefðum ekki fengið Ísland Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 07:00 Gareth Southgate og Roberto Martínez, þjálfarar Englands og Belgíu, léttir í bragði eftir að dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í dag. vísir/getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30
100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10