Áhrif kórónuveirunnar á vinnumarkaðinn Valur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar