Hjalti: Lélegur og leiðinlegur leikur Ísak Hallmundarson skrifar 1. mars 2020 21:30 Hjalti telur sína menn geta gert betur en í kvöld þrátt fyrir sigur vísir/daníel Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira