Af hverju er leyft að veiða dýr í hættu? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. ágúst 2020 09:00 Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar