Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og siðferði fjárfestinga Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. ágúst 2020 12:30 Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun