Níu vörur Google með yfir milljarð notenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 09:00 Vísir/Getty Vörur Google sem telja yfir milljarð notenda eru nú níu talsins samkvæmt lista sem Business Insider tók saman. Og þótt vörurnar séu ókeypis fyrir notendur eru tekjurnar sem fyrirtækið halar inn stjarnfræðilegar háar á hverju ári. Því fleiri sem nota vörurnar, því betra og því lengur sem vörurnar hafa verið með milljarð eða fleiri notendur gefur góða hugmynd um hversu mikilvæg tekjulindin varan er. Listinn er meðfylgjandi. 1. Google Photos Upphaflega voru myndirnar hluti af Google+ en því var breytt árið 2015 og fjölgaði notendum gífurlega í kjölfarið. Notendafjöldi fór síðan yfir milljarð í júlí 2019. Google fær ekki tekjur af myndasafni fólks en það er sagt mikilvægur hlekkur í upplýsingaöflun um notendur. 2. Google Drive Notendur fóru yfir milljarð í júlí/ágúst árið 2018. Geymslusvæðið er ókeypis en hugmyndir Google eru að á endanum fari fólk að greiða fyrir vistun gagna. 3. Gmail Með yfir milljarð notendur frá febrúar 2016 og langvinsælasta póstforritið í heimi. Google fær tekjur fyrir Gmail með auglýsingum og fram til ársins 2017 skannaði fyrirtækið tölvupósta notenda þannig að auglýsingarnar sem þar birtust ættu hvað best. Fyrirtækið lét síðan af þeirri yfirferð en leyfir þriðja aðila enn að skanna tölvupósta gegn því skilyrði að auglýsingar sem eru birtar frá þeim í Gmail tölvupóstum, séu þá í einhverju samhengi við innihald tölvupósta. 4. Play Store Náði yfir milljarð notendur í september 2015. Play Store er ein helsta tekjulind fyrirtækisins í gegnum Android enda fær Google 30% í sölulaun af öllum tekjum þeirra appa sem fólk hleður niður í gegnum Play Store. Til að setja þetta í samhengi má nefna að árið 2019 töldu niðurhöl í Google Play 84,3 milljarða. Í gegnum Play Store selur Google líka mikið af bókum og kvikmyndum. 5. Google Maps Náði yfir milljarð notendur árið 2015. Tekjurnar fást með ýmsum leiðum. Til dæmis rukkar Google söluaðila fyrir sem eru merktir á kortum og koma upp í leit á Google Maps. 6. Chrome Náði yfir milljarði notenda í maí 2015. Google fær ekki tekjur beint af vafranum en þar er Google leitarvélin í fyrirrúmi og vafrinn því mikilvægur þeirri tekjulind. 7. Android Náði yfir milljarð notendur í júní 2014. Fyrirtækið fær tekjur af Android með ýmsum leiðum, þar einna helst í gegnum Play Store eins og áður var nefnt og með því að vera með Google leitarvélina sem aðalleitarvél Android. 8. YouTube Náði yfir milljarð notendur í mars 2013. Í fyrra tilkynnti fyrirtækið að notendafjöldinn hefði tvöfaldast frá því 2013. Fyrirtækið fær tekjur af auglýsingum en einnig þóknun af áskriftum. 9. Google leitarvélin Leitarvélin var komin með yfir milljarð notendur í maí 2011 og er enn í dag stærsta peningavél fyrirtækisins. Nýsköpun Tækni Google Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Vörur Google sem telja yfir milljarð notenda eru nú níu talsins samkvæmt lista sem Business Insider tók saman. Og þótt vörurnar séu ókeypis fyrir notendur eru tekjurnar sem fyrirtækið halar inn stjarnfræðilegar háar á hverju ári. Því fleiri sem nota vörurnar, því betra og því lengur sem vörurnar hafa verið með milljarð eða fleiri notendur gefur góða hugmynd um hversu mikilvæg tekjulindin varan er. Listinn er meðfylgjandi. 1. Google Photos Upphaflega voru myndirnar hluti af Google+ en því var breytt árið 2015 og fjölgaði notendum gífurlega í kjölfarið. Notendafjöldi fór síðan yfir milljarð í júlí 2019. Google fær ekki tekjur af myndasafni fólks en það er sagt mikilvægur hlekkur í upplýsingaöflun um notendur. 2. Google Drive Notendur fóru yfir milljarð í júlí/ágúst árið 2018. Geymslusvæðið er ókeypis en hugmyndir Google eru að á endanum fari fólk að greiða fyrir vistun gagna. 3. Gmail Með yfir milljarð notendur frá febrúar 2016 og langvinsælasta póstforritið í heimi. Google fær tekjur fyrir Gmail með auglýsingum og fram til ársins 2017 skannaði fyrirtækið tölvupósta notenda þannig að auglýsingarnar sem þar birtust ættu hvað best. Fyrirtækið lét síðan af þeirri yfirferð en leyfir þriðja aðila enn að skanna tölvupósta gegn því skilyrði að auglýsingar sem eru birtar frá þeim í Gmail tölvupóstum, séu þá í einhverju samhengi við innihald tölvupósta. 4. Play Store Náði yfir milljarð notendur í september 2015. Play Store er ein helsta tekjulind fyrirtækisins í gegnum Android enda fær Google 30% í sölulaun af öllum tekjum þeirra appa sem fólk hleður niður í gegnum Play Store. Til að setja þetta í samhengi má nefna að árið 2019 töldu niðurhöl í Google Play 84,3 milljarða. Í gegnum Play Store selur Google líka mikið af bókum og kvikmyndum. 5. Google Maps Náði yfir milljarð notendur árið 2015. Tekjurnar fást með ýmsum leiðum. Til dæmis rukkar Google söluaðila fyrir sem eru merktir á kortum og koma upp í leit á Google Maps. 6. Chrome Náði yfir milljarði notenda í maí 2015. Google fær ekki tekjur beint af vafranum en þar er Google leitarvélin í fyrirrúmi og vafrinn því mikilvægur þeirri tekjulind. 7. Android Náði yfir milljarð notendur í júní 2014. Fyrirtækið fær tekjur af Android með ýmsum leiðum, þar einna helst í gegnum Play Store eins og áður var nefnt og með því að vera með Google leitarvélina sem aðalleitarvél Android. 8. YouTube Náði yfir milljarð notendur í mars 2013. Í fyrra tilkynnti fyrirtækið að notendafjöldinn hefði tvöfaldast frá því 2013. Fyrirtækið fær tekjur af auglýsingum en einnig þóknun af áskriftum. 9. Google leitarvélin Leitarvélin var komin með yfir milljarð notendur í maí 2011 og er enn í dag stærsta peningavél fyrirtækisins.
Nýsköpun Tækni Google Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira