Forsetinn formlega tilnefndur af Repúblikanaflokknum Andri Eysteinsson skrifar 24. ágúst 2020 22:05 Trump steig á svið í Charlotte í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira