„Fínpússaður“ Trump til sýnis Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 10:32 Donald og Melania Trump. AP/Evan Vucci Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. Trump og Repúblikanaflokkurinn hafa þar að auki beitt forsetaembættinu og hinu opinbera í þágu endurkjörs hans. Á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins náðaði Trump bankaræningja og innflytjendur voru gerðir að bandarískum ríkisborgurum. Ræður voru fluttar frá Hvíta húsinu og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, braut reglur ráðuneytisins og hélt ræðu. Demókratar ætla að rannsaka hvort ræða Pompeo hafi brotið gegn Hatch-lögunum sem eiga að tryggja að ríkisreksturinn sé laus við pólitík. Eins og á fyrsta kvöldinu virðist sem að fundurinn snúist aðeins um eitt. Það er Donald Trump sjálfan. Ræðumenn kvöldsins í gær skiptust á að lofa Trump og í leiðinni fegra ímynd hans en meðal ræðumanna var eiginkona Trump, sonur hans og dóttir. Fjölmiðlar vestanhafs segja að ræðumenn gærkvöldsins hafi farið mjög frjálslega með sannleikann. Meðal annars var honum lýst sem forseta sem tekur innflytjendum fagnandi, í stað þess að vera forseti sem hefur sett einhverjar ströngustu og umdeildustu reglur Bandaríkjanna varðandi innflytjendur. Honum var lýst sem forseta sem reyndi að miðla málum í deilu Bandaríkjamanna vegna kerfisbundins rasisma, í stað þess að ýta undir sundrung. Efnahagi Bandaríkjanna var einnig lýst eins og hann væri á blússandi siglingu, þegar hann er það ekki. Þá var Trump lýst sem miklum baráttumanni fyrir réttindi kvenna, en ummæli hans og aðgerðir gefa það ekki til kynna. Flestir ræðumenn töluðu þar að auki, eins og þeir gerðu fyrra kvöldið, eins og faraldur nýju kórónuveirunnar væri liðinn. Ekki að þúsundir Bandaríkjamanna smitist á hverjum degi. Rúmlega 178 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Eins og það er orðað í greiningu AP fréttaveitunnar; vilja starfsmenn framboðs Trump og flokksins að kjósendur trúi þessari fínpússuðu ímynd forsetans, í stað þeirrar sem hann sýnir á degi hverjum og grunnstuðningsmenn hans virðast dýrka. Sá forseti hefur þó ekki vakið mikla lukku meðal miðlægra Repúblikana og annarra, eins og háskólamenntaðra kvenna. Trump vill ólmur fá stuðning þeirra aftur. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, var meðal ræðumanna kvöldsins og sagði hann að Trump væri bestur til þess fallinn að koma efnahagnum á fullt ról á nýjan leik. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, myndi ekki gera það og gagnrýndi hann Biden fyrir að vilja skattleggja ríkustu Bandaríkjamennina. Þingmaðurinn Rand Paul sagði Trump vera „jarðbundinn“ mann sem virtist bara vera eðlilegur maður sem vildi hjálpa til við mannúðarstörf. Hann hataði stríð og ef Biden yrði kjörinn myndi hann halda stríðsrekstri Bandaríkjanna á heimsvísu áfram. Hér er vert að taka fram að Trump hefur verið meinað að reka góðgerðasamtök, án sérstaks leyfis, eftir að hann og synir hans voru sakaðir um að misnota fjármuni samtakanna eins og eigin sparibauk. Verndari trúnnar Cissie Graham Lynch, barnabarn hins víðfræga predikara Billy Graham, sagði Trump berjast fyrir trúað fólk. Hann skipaði dómara sem væru sömu trúar. Demókratar vildu þvinga alla til að „brjóta gegn eigin sannfæringu“ og þvinga skóla til að „leyfa strákum að keppa í stelpuíþróttum og nota stelpuklefa“. „Ég veit að þið eruð sammála mér þegar ég segi að enginn í Bandaríkjunum hafi verið fórnarlamb jafn ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar og Donald Trump, forseti.“ Þetta sagði Nicholas Sandmann, sem unnið hefur dómsmál gegn nokkrum stórum fjölmiðlum í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar um atvik sem kom upp í janúar í fyrra. Þá var Nicholas sakaður um að hafa vanvirt aldraðan mann af indjánaættum á mótmælum í Washington DC. „Sannleikurinn var ekki mikilvægur. Að keyra áfram and-kristni, and-íhaldssama og and-Trump boðskap þeirra var allt sem skipti máli,“ sagði Sandmann. Pam Bondi, fyrrverandi dómsmálaráðherra Flórída, hélt einnig ræðu. Hún varði tíma sínum í að varpa fram ásökunum um spillingu gegn fjölskyldu Biden, sem eru ásakanir sem Trump sjálfur hefur ítrekað beitt, án þess að geta sannað þær. Bondi sagði börn Biden hafa nýtt sér stöðu hans í embætti varaforseta til að hagnast. Fjölskylda Biden hefur ávalt hafnað þeim ásökunum. Bondi sjálf kom að málefni hinna umdeildu Trump samtaka, góðgerðastofnun Trump. Árið 2013 notaði Trump fé sem góðgerðasamtökin höfðu safnað og gaf það til framboðs hennar til dómsmálaráðherra. Í framhaldi af því ákvað hún að sækja ekki mál gegn Trump-háskólanum og var hún sökuð um að hafa tekið við mútum frá Trump. Hún neitaði þó sök. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. Trump og Repúblikanaflokkurinn hafa þar að auki beitt forsetaembættinu og hinu opinbera í þágu endurkjörs hans. Á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins náðaði Trump bankaræningja og innflytjendur voru gerðir að bandarískum ríkisborgurum. Ræður voru fluttar frá Hvíta húsinu og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, braut reglur ráðuneytisins og hélt ræðu. Demókratar ætla að rannsaka hvort ræða Pompeo hafi brotið gegn Hatch-lögunum sem eiga að tryggja að ríkisreksturinn sé laus við pólitík. Eins og á fyrsta kvöldinu virðist sem að fundurinn snúist aðeins um eitt. Það er Donald Trump sjálfan. Ræðumenn kvöldsins í gær skiptust á að lofa Trump og í leiðinni fegra ímynd hans en meðal ræðumanna var eiginkona Trump, sonur hans og dóttir. Fjölmiðlar vestanhafs segja að ræðumenn gærkvöldsins hafi farið mjög frjálslega með sannleikann. Meðal annars var honum lýst sem forseta sem tekur innflytjendum fagnandi, í stað þess að vera forseti sem hefur sett einhverjar ströngustu og umdeildustu reglur Bandaríkjanna varðandi innflytjendur. Honum var lýst sem forseta sem reyndi að miðla málum í deilu Bandaríkjamanna vegna kerfisbundins rasisma, í stað þess að ýta undir sundrung. Efnahagi Bandaríkjanna var einnig lýst eins og hann væri á blússandi siglingu, þegar hann er það ekki. Þá var Trump lýst sem miklum baráttumanni fyrir réttindi kvenna, en ummæli hans og aðgerðir gefa það ekki til kynna. Flestir ræðumenn töluðu þar að auki, eins og þeir gerðu fyrra kvöldið, eins og faraldur nýju kórónuveirunnar væri liðinn. Ekki að þúsundir Bandaríkjamanna smitist á hverjum degi. Rúmlega 178 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Eins og það er orðað í greiningu AP fréttaveitunnar; vilja starfsmenn framboðs Trump og flokksins að kjósendur trúi þessari fínpússuðu ímynd forsetans, í stað þeirrar sem hann sýnir á degi hverjum og grunnstuðningsmenn hans virðast dýrka. Sá forseti hefur þó ekki vakið mikla lukku meðal miðlægra Repúblikana og annarra, eins og háskólamenntaðra kvenna. Trump vill ólmur fá stuðning þeirra aftur. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, var meðal ræðumanna kvöldsins og sagði hann að Trump væri bestur til þess fallinn að koma efnahagnum á fullt ról á nýjan leik. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, myndi ekki gera það og gagnrýndi hann Biden fyrir að vilja skattleggja ríkustu Bandaríkjamennina. Þingmaðurinn Rand Paul sagði Trump vera „jarðbundinn“ mann sem virtist bara vera eðlilegur maður sem vildi hjálpa til við mannúðarstörf. Hann hataði stríð og ef Biden yrði kjörinn myndi hann halda stríðsrekstri Bandaríkjanna á heimsvísu áfram. Hér er vert að taka fram að Trump hefur verið meinað að reka góðgerðasamtök, án sérstaks leyfis, eftir að hann og synir hans voru sakaðir um að misnota fjármuni samtakanna eins og eigin sparibauk. Verndari trúnnar Cissie Graham Lynch, barnabarn hins víðfræga predikara Billy Graham, sagði Trump berjast fyrir trúað fólk. Hann skipaði dómara sem væru sömu trúar. Demókratar vildu þvinga alla til að „brjóta gegn eigin sannfæringu“ og þvinga skóla til að „leyfa strákum að keppa í stelpuíþróttum og nota stelpuklefa“. „Ég veit að þið eruð sammála mér þegar ég segi að enginn í Bandaríkjunum hafi verið fórnarlamb jafn ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar og Donald Trump, forseti.“ Þetta sagði Nicholas Sandmann, sem unnið hefur dómsmál gegn nokkrum stórum fjölmiðlum í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar um atvik sem kom upp í janúar í fyrra. Þá var Nicholas sakaður um að hafa vanvirt aldraðan mann af indjánaættum á mótmælum í Washington DC. „Sannleikurinn var ekki mikilvægur. Að keyra áfram and-kristni, and-íhaldssama og and-Trump boðskap þeirra var allt sem skipti máli,“ sagði Sandmann. Pam Bondi, fyrrverandi dómsmálaráðherra Flórída, hélt einnig ræðu. Hún varði tíma sínum í að varpa fram ásökunum um spillingu gegn fjölskyldu Biden, sem eru ásakanir sem Trump sjálfur hefur ítrekað beitt, án þess að geta sannað þær. Bondi sagði börn Biden hafa nýtt sér stöðu hans í embætti varaforseta til að hagnast. Fjölskylda Biden hefur ávalt hafnað þeim ásökunum. Bondi sjálf kom að málefni hinna umdeildu Trump samtaka, góðgerðastofnun Trump. Árið 2013 notaði Trump fé sem góðgerðasamtökin höfðu safnað og gaf það til framboðs hennar til dómsmálaráðherra. Í framhaldi af því ákvað hún að sækja ekki mál gegn Trump-háskólanum og var hún sökuð um að hafa tekið við mútum frá Trump. Hún neitaði þó sök.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira