Eiga rétt á afslætti vegna ferða sem enduðu fyrr vegna faraldursins Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 20:18 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira