Lára skilur eftir sig skemmdir og sex dauðsföll Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 14:35 AP/David J. Phillip Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30
Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39
Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31