Sara: Ég er svo ánægð með að heimsleikarnir fari fram eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir með Samönthu Briggs sem varð heimsmeistari í CrossFit árið 2013. Mynd/Instagram „Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT CrossFit Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ Sjá meira
„Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT
CrossFit Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ Sjá meira