Martin og Haukur Helgi mætast strax í annarri umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 14:30 Martin Hermannsson er mættur í spænska körfuboltann og verður reglulega í beinni á Stöð 2 Sport í vetur. Hér er hann í leik með Alba Berlín á móti Real Madrid. EPA-EFE/HAYOUNG JEON Þrír íslenskir landsliðsmenn í körfubolta verða í sviðsljósinu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur og það verður Íslendingaslagur strax í annarri umferðinni. Úrvalsdeildin í körfubolta á Spáni mun kenna sig við Endesa í vetur og nú hafa menn gefið út leikjadagskrána fyrir komandi tímabil sem hefst 19. september næstkomandi. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á deildinni. Þar leika þrír af bestu körfuboltamönnum Íslands eða þeir Martin Hermannsson með Valencia, Haukur Helgi Pálsson með Andorra og Tryggvi Snær Hlinason með Zaragoza. Þetta er fyrsta tímabil Martins og Hauks í deildinni en þetta er annað tímabil Tryggva með Zaragoza liðinu. Í fyrstu umferðinni þá mæta Martin og félagar TD Systems Baskonia á útivelli, Haukur Helgi og félagar í MoraBanc Andorra fá UCAM Murcia í heimsókn og loks spila Tryggvi Snær og félagar í Casademont Zaragoza á móti Iberostar Tenerife á Kanaríeyjum. Fyrstu leikir Martins, Hauks Helga og Tryggva fara allir fram sunnudaginn 20. september. Fyrsti Íslendingaslagurinn verður strax í annarri umferðinni því þá fá Martin og félagar í Valenica heimsókn frá Hauki Helga og félögum í MoraBanc Andorra. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 23. september. Næsti Íslendingaslagurinn verður síðan laugardaginn 24. október þegar Martin fær aftur heimsókn frá landa sínum þegar Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza mæta til þess að spila við Valencia liðið. Íslensku strákarnir verða svo allir búnir að mætast um mánaðamótin október-nóvember en þá kemur Tryggvi í heimsókn til Hauks Helga og félaga í Andorra. Það má nálgast alla leikjadagskrána með því að smella hér. Spænski körfuboltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Þrír íslenskir landsliðsmenn í körfubolta verða í sviðsljósinu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur og það verður Íslendingaslagur strax í annarri umferðinni. Úrvalsdeildin í körfubolta á Spáni mun kenna sig við Endesa í vetur og nú hafa menn gefið út leikjadagskrána fyrir komandi tímabil sem hefst 19. september næstkomandi. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á deildinni. Þar leika þrír af bestu körfuboltamönnum Íslands eða þeir Martin Hermannsson með Valencia, Haukur Helgi Pálsson með Andorra og Tryggvi Snær Hlinason með Zaragoza. Þetta er fyrsta tímabil Martins og Hauks í deildinni en þetta er annað tímabil Tryggva með Zaragoza liðinu. Í fyrstu umferðinni þá mæta Martin og félagar TD Systems Baskonia á útivelli, Haukur Helgi og félagar í MoraBanc Andorra fá UCAM Murcia í heimsókn og loks spila Tryggvi Snær og félagar í Casademont Zaragoza á móti Iberostar Tenerife á Kanaríeyjum. Fyrstu leikir Martins, Hauks Helga og Tryggva fara allir fram sunnudaginn 20. september. Fyrsti Íslendingaslagurinn verður strax í annarri umferðinni því þá fá Martin og félagar í Valenica heimsókn frá Hauki Helga og félögum í MoraBanc Andorra. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 23. september. Næsti Íslendingaslagurinn verður síðan laugardaginn 24. október þegar Martin fær aftur heimsókn frá landa sínum þegar Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza mæta til þess að spila við Valencia liðið. Íslensku strákarnir verða svo allir búnir að mætast um mánaðamótin október-nóvember en þá kemur Tryggvi í heimsókn til Hauks Helga og félaga í Andorra. Það má nálgast alla leikjadagskrána með því að smella hér.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira