Sársvekktir netdrengir og fordómaskarfar létu sig hverfa Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2020 11:35 Þegar Pálína birti þessa mynd af sér og kærustu sinni reyndist það talsverður skellur fyrir ýmsa fylgjendur hennar. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi og sálfræðingur, birti á mánudaginn mynd af sér ásamt kærustu sinni, Maríu Kristínu Árnadóttur, á feykivinsælli Instagram-síðu sinni. Þar hefur hún einkum fjallað um sauðfé og hina íslensku sveit. Við þessa myndbirtingu fuku af lista fylgjenda fjöldi fólks. Fylgjendum sumum brá í brún Þær Pálína og María áttu sambandsafmæli, hafa verið í föstu sambandi í tvö ár og Pálína fagnaði því meðal annars með því að birta mynd af þeim saman. Við það eitt létu hundrað manns sig hverfa af lista yfir þá sem fylgjast með síðunni. „Já, þetta kom mér á óvart,“ segir Pálína í samtali við Vísi. Nokkur flökt er á fylgi á Instagram en í hennar tilfelli er það yfirleitt þannig að fleiri koma á lista en fara af honum. Myndin örlagaríka í öllu sínu veldi. Pálína grætur það ekki þó einhverjir sem setja það fyrir sig að eigandi kinda, sem eru í aðalhlutverki á Instagram-síðu hennar, sé samkynhneigð láti sig hverfa.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „En þarna á mánudagskvöldið var mikið stökk. „Unfollow-línan“ rauk upp þarna um sjö leytið,“ segir Pálína en nákvæmar skrár eru fyrirliggjandi um hversu margir skoða síður á Instagram og eru áskrifendur eða fylgjendur mismunandi reikninga. Á annað hundrað manns virðast samkvæmt því skyndilega hafa ákveðið að hætta sem fylgjendur. Pálína segir enga skýringu aðra en þessa tilteknu myndbirtingu. Og hún telur að þar ráði fordómar gegn samkynhneigðum för. „Þetta er örugglega af því að ég er með fylgjendur frá ýmsum heimshornum og hlutirnir eru komnir sorglega stutt víða. Viðhorfin eru í allar áttir.“ Skellur að eigandi kindanna sé ekki gagnkynhneigður Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, segir þessi sterku viðbrögð áhugaverð sem slík. Talsverðra hræinga varð vart í netmælingum í kjölfar þess að Pálína birti myndina. „Að fólk hafi svona sterk neikvæð viðhorf gagnvart mismunandi kynhneigð, svo mjög að þú getir ekki fylgst með kindum á Íslandi af því að eigandi kindanna er samkynhneigð!?“ Vísir hefur áður fjallað um magnað og gott gengi Pálínu á samfélagsmiðlum og hinn mikla áhuga sem sýnir sig á íslensku sveitalífi. Um 42 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast reglubundið með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, þar sem umfjöllunarefnið er að mestu bú Pálínu og fjölskyldu hennar; meðalstórt sauðfjárbú, 300 kindur á fóðrum yfir vetur og um 20 kýr. Engar áhyggjur þó fordómafullir hætti að fylgjast með kindunum Pálína veltir þessum nýjustu vendingum fyrir sér, þó ekki þannig að það fái sérstaklega á hana. Henni finnst þetta öðrum þræði skondið. „Ég sé mjög mikið eftir þessu fordómafulla fólki og mun sakna þeirra mikið,“ segir hún og hlær. Eða ekki. Henni hafa borist fjölmörg skilaboð eftir að hún greindi frá þessu brotthlaupi fylgjenda, um fimm hundruð skilaboð þar sem fólk segir að gott sé að þetta fordómafulla fólk hafi látið sig hverfa. Pálína og María í réttum. Þessi mynd hefur áður birst á Instagramreikningi Pálínu en hún gerir því skóna að einhverjir hafi talið að þarna væru systur á ferð.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „Fólk er yndislegt. Mér gæti ekki staðið meira á sama þó eitthvað fordómafullt lið sé ekki að horfa á kindurnar mínar. Vil frekar hafa einn sem kann að meta mig en hundrað fordómafulla,“ segir Pálína. Draumurinn um ástir í íslenskri sveit dó Hún vill ekki alhæfa um þá sem létu sig hverfa, ekki er endilega víst að þar sé einungis um fordómafulla að ræða heldur gæti einnig verið um að ræða bælda en vongóða netdrengi sem hafa ef til vill látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri sveit. Pálína segir að þeir sem hafa látið í sér heyra hafi einmitt nefnt þann möguleika. „Ég veit það ekki. Ég hef alveg sýnt Maríu áður, hef ekkert verið að fela það. Þannig að þetta hefði ekki átt að koma svona flatt upp á mannskapinn. En þetta hafa greinilega verið nýjar fréttir fyrir einhverja.“ Pálína telur ekki úr vegi að ætla einhverja hafa metið það sem svo, við að sjá saman tvær síðhærðar ungar konur í sveitinni að þar hafi verið um að ræða systur. „Já, kannski einn eða tveir. Skellur,“ segir Pálína. Samfélagsmiðlar Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi og sálfræðingur, birti á mánudaginn mynd af sér ásamt kærustu sinni, Maríu Kristínu Árnadóttur, á feykivinsælli Instagram-síðu sinni. Þar hefur hún einkum fjallað um sauðfé og hina íslensku sveit. Við þessa myndbirtingu fuku af lista fylgjenda fjöldi fólks. Fylgjendum sumum brá í brún Þær Pálína og María áttu sambandsafmæli, hafa verið í föstu sambandi í tvö ár og Pálína fagnaði því meðal annars með því að birta mynd af þeim saman. Við það eitt létu hundrað manns sig hverfa af lista yfir þá sem fylgjast með síðunni. „Já, þetta kom mér á óvart,“ segir Pálína í samtali við Vísi. Nokkur flökt er á fylgi á Instagram en í hennar tilfelli er það yfirleitt þannig að fleiri koma á lista en fara af honum. Myndin örlagaríka í öllu sínu veldi. Pálína grætur það ekki þó einhverjir sem setja það fyrir sig að eigandi kinda, sem eru í aðalhlutverki á Instagram-síðu hennar, sé samkynhneigð láti sig hverfa.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „En þarna á mánudagskvöldið var mikið stökk. „Unfollow-línan“ rauk upp þarna um sjö leytið,“ segir Pálína en nákvæmar skrár eru fyrirliggjandi um hversu margir skoða síður á Instagram og eru áskrifendur eða fylgjendur mismunandi reikninga. Á annað hundrað manns virðast samkvæmt því skyndilega hafa ákveðið að hætta sem fylgjendur. Pálína segir enga skýringu aðra en þessa tilteknu myndbirtingu. Og hún telur að þar ráði fordómar gegn samkynhneigðum för. „Þetta er örugglega af því að ég er með fylgjendur frá ýmsum heimshornum og hlutirnir eru komnir sorglega stutt víða. Viðhorfin eru í allar áttir.“ Skellur að eigandi kindanna sé ekki gagnkynhneigður Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, segir þessi sterku viðbrögð áhugaverð sem slík. Talsverðra hræinga varð vart í netmælingum í kjölfar þess að Pálína birti myndina. „Að fólk hafi svona sterk neikvæð viðhorf gagnvart mismunandi kynhneigð, svo mjög að þú getir ekki fylgst með kindum á Íslandi af því að eigandi kindanna er samkynhneigð!?“ Vísir hefur áður fjallað um magnað og gott gengi Pálínu á samfélagsmiðlum og hinn mikla áhuga sem sýnir sig á íslensku sveitalífi. Um 42 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast reglubundið með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, þar sem umfjöllunarefnið er að mestu bú Pálínu og fjölskyldu hennar; meðalstórt sauðfjárbú, 300 kindur á fóðrum yfir vetur og um 20 kýr. Engar áhyggjur þó fordómafullir hætti að fylgjast með kindunum Pálína veltir þessum nýjustu vendingum fyrir sér, þó ekki þannig að það fái sérstaklega á hana. Henni finnst þetta öðrum þræði skondið. „Ég sé mjög mikið eftir þessu fordómafulla fólki og mun sakna þeirra mikið,“ segir hún og hlær. Eða ekki. Henni hafa borist fjölmörg skilaboð eftir að hún greindi frá þessu brotthlaupi fylgjenda, um fimm hundruð skilaboð þar sem fólk segir að gott sé að þetta fordómafulla fólk hafi látið sig hverfa. Pálína og María í réttum. Þessi mynd hefur áður birst á Instagramreikningi Pálínu en hún gerir því skóna að einhverjir hafi talið að þarna væru systur á ferð.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „Fólk er yndislegt. Mér gæti ekki staðið meira á sama þó eitthvað fordómafullt lið sé ekki að horfa á kindurnar mínar. Vil frekar hafa einn sem kann að meta mig en hundrað fordómafulla,“ segir Pálína. Draumurinn um ástir í íslenskri sveit dó Hún vill ekki alhæfa um þá sem létu sig hverfa, ekki er endilega víst að þar sé einungis um fordómafulla að ræða heldur gæti einnig verið um að ræða bælda en vongóða netdrengi sem hafa ef til vill látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri sveit. Pálína segir að þeir sem hafa látið í sér heyra hafi einmitt nefnt þann möguleika. „Ég veit það ekki. Ég hef alveg sýnt Maríu áður, hef ekkert verið að fela það. Þannig að þetta hefði ekki átt að koma svona flatt upp á mannskapinn. En þetta hafa greinilega verið nýjar fréttir fyrir einhverja.“ Pálína telur ekki úr vegi að ætla einhverja hafa metið það sem svo, við að sjá saman tvær síðhærðar ungar konur í sveitinni að þar hafi verið um að ræða systur. „Já, kannski einn eða tveir. Skellur,“ segir Pálína.
Samfélagsmiðlar Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira