Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 08:00 Trump lét ekki sjá sig í Aisne-Marne grafreitnum í Frakklandi þar sem hátt í tvö þúsund bandarískir hermenn sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni eru grafnir þegar hann var í heimsókn í tilefni þess að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Hann sá ekki ástæðu til að heiðra hermenn sem hann taldi misheppnaða, að sögn þeirra sem þekkja til. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert ítrekað lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. Í grein sem Jeffrey Goldberg, ritstjóri tímaritsins The Atlantic, skrifar hefur hann eftir heimildarmönnum sínum sem standa Trump nærri að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna bandarískir hermenn hafi boðið sig fram til herþjónustu sjálfviljugir og lýst fyrirlitningu sinni á þeim sem hafa fallið, særst eða verið teknir höndum. Raunveruleg ástæða þess að Trump ferðaðist ekki til Aisne-Marne-grafreitsins nærri París þar sem fjöldi bandarískra sjóliða er grafinn í opinberri heimsókn til að minnast þess að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 2018 var sú að hann vildi ekki væta hár sitt í rigningunni og hann taldi ekki ástæðu til að heiðra fallna bandaríska hermenn. „Hvers vegna ætti ég að fara í þennan grafreit. Hann er fullur af minnipokamönnum,“ sagði Trump við starfslið sitt, að sögn fjögurra heimildarmanna The Atlantic sem höfðu sjálfir vitneskju um ummælin. Síðar í sömu ferð lýsti Trump um 1.800 bandarískum hermönnum sem féllu í Belleau Wood þar sem þeir hjálpuðu bandamönnum að stöðva sókn Þjóðverja sem „flónum“ vegna þess að þeir létu lífið. Fjarvera Trump frá minnigarathöfninni í Aisne-Marne var rakin til þess að þyrla hans hefði ekki geta flogið og að leyniþjónustan hafi ekki getað ekið forsetanum. Trump er einnig sagður hafa spurt ráðgjafa sína hverjir hafi verið „góðu gaurarnir“ í fyrra stríði og furðað sig á því að Bandaríkin hafi tekið þátt í stríðinu við hlið bandamanna. Trump og eiginkona hans Melania við athöfn í París til minningar um lok fyrri heimsstyrjaldarinnar í nóvember árið 2018. Forsetinn hafði allt á hornum sér eftir heimsóknina og hótaði meðal annars að draga Bandaríkin út úr Atlantshafsbandalaginu.Vísir/Getty Spurði Kelly hvað fallinn sonur hans hefði haft upp úr hermennskunni Heimildarmennirnir lýsa einnig atviki á minningardegi um fallna hermenn árið 2017 þegar Trump heimsótti Arlington-grafreitinn utan við Washington-borg þar sem fjöldi fallinna hermanna liggur grafinn. Forsetinn fór með John Kelly, sem þá var heimavarnaráðherra og varð skömmu síðar starfsmannastjóri Hvíta hússins, að leiði sonar Kelly sem féll í Afganistan árið 2010. Þegar mennirnir tveir stóðu yfir leiði sonar Kelly á Trump að hafa snúið sér að honum og sagt: „Ég næ þessu ekki. Hvað höfðu þeir upp úr þessu?“ Kelly á í fyrstu að hafa talið að Trump væri að reyna að lofa fórnfýsi hermanna sem buðu sig sjálfir fram til herþjónustu á klunnalegan hátt. Síðar hafi hann áttað sig á því að forsetinn skildi raunverulega ekki að nokkur myndi gera nokkuð slíkt án persónulegs ávinnings. Fyrirlitning Trump er einnig sögð ná til hermanna sem eru teknir til fanga og herflugmanna sem hrapa með flugvélum sínum. Þannig þrætti Trump fyrir það í kosningabaráttunni árið 2015 að John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, væri stríðshetja vegna þess að hann var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu. Þá kallaði hann George H.W. Bush, fyrrverandi forseta, „aula“ vegna þess að Japanir skutu niður flugvél hans í síðari heimsstyrjöldinni. Forsetinn vildi heldur ekki sjá hermenn sem hafa særst þegar hann lagði allt kappa á að halda íburðarmiklar hersýningar árið 2018. Á undirbúningsfundi fyrir slíka sýningu í Hvíta húsinu sagði hann starfsmönnum að láta særða hermenn ekki taka þátt því þeir myndu láta áhorfendum líða illa. „Enginn vill sjá þetta,“ á Trump að hafa sagt. Fauk í Trump þegar flaggað var í hálfa stöng fyrir McCain Hvíta húsið svaraði ekki spurningum The Atlantic en gaf út yfirlýsingu skömmu eftir að grein tímaritsins birtist þar sem það fullyrti að lýsingarnar væru úr lausu lofti gripnar. Trump bæri mikla virðingu fyrir hernum. James LaPorta, fréttamaður AP-fréttastofunnar, tísti skömmu eftir að umfjöllun The Atlantic birtist að háttsettur embættismaður varnarmálaráðuneytisins hefði staðfest efnisatriði hennar í heild við sig, sérstaklega það sem varðaði Kelly og McCain. A senior Defense Department official I just spoke with confirmed this story by @JeffreyGoldberg in its entirety. Especially the grafs about the late Sen. John McCain and former Marine Gen. John Kelly, President @realDonaldTrump former chief of staff. https://t.co/ol2lhBbgv8— James LaPorta (@JimLaPorta) September 3, 2020 McCain var einn fárra repúblikana sem var áfram gagnrýninn á Trump eftir að hann vann forval flokksins og var kjörinn forseti. Þegar McCain lést af völdum heilaæxlis fyrir tveimur árum sagði Trump starfsliði sínu að alríkisstjórnin myndi ekki taka þátt í útför þingmannsins sem hann kallaði „minnipokamann“. Forsetinn varð ævareiður þegar hann sá að flögg við Hvíta húsið voru við hálfa stöng vegna andláts McCain. Trump var ekki boðið í jarðarför McCain og hefur haldið áfram að úthúða repúblikananum jafnvel eftir fráfall hans. Hafnar því sem fram kemur í fréttinni Trump tísti í nótt um grein Atlantic þar sem hann segist aldrei hafa verið mikill aðdáandi McCain og oft verið honum ósammála. Hann hafi þó samþykkt það án þess að hika að flaggað yrði í hálfa stöng fyrir McCain, auk þess að hann hafi sent forsetaflugvélina til Arizona í þeim tilgangi að flytja kistu McCain til höfuðborgarinnar. Þá hafnar hann því alfarið að hafa kallað fallna hermenn Bandaríkjanna nokkuð annað en „hetjur“. Allt tal um annað séu falsfréttir. I was never a big fan of John McCain, disagreed with him on many things including ridiculous endless wars and the lack of success he had in dealing with the VA and our great Vets, but the lowering of our Nations American Flags, and the first class funeral he was given by our....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2020 ..Country, had to be approved by me, as President, & I did so without hesitation or complaint. Quite the contrary, I felt it was well deserved. I even sent Air Force One to bring his body, in casket, from Arizona to Washington. It was my honor to do so. Also, I never called..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2020 ....John a loser and swear on whatever, or whoever, I was asked to swear on, that I never called our great fallen soldiers anything other than HEROES. This is more made up Fake News given by disgusting & jealous failures in a disgraceful attempt to influence the 2020 Election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2020 Donald Trump Bandaríkin Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert ítrekað lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. Í grein sem Jeffrey Goldberg, ritstjóri tímaritsins The Atlantic, skrifar hefur hann eftir heimildarmönnum sínum sem standa Trump nærri að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna bandarískir hermenn hafi boðið sig fram til herþjónustu sjálfviljugir og lýst fyrirlitningu sinni á þeim sem hafa fallið, særst eða verið teknir höndum. Raunveruleg ástæða þess að Trump ferðaðist ekki til Aisne-Marne-grafreitsins nærri París þar sem fjöldi bandarískra sjóliða er grafinn í opinberri heimsókn til að minnast þess að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 2018 var sú að hann vildi ekki væta hár sitt í rigningunni og hann taldi ekki ástæðu til að heiðra fallna bandaríska hermenn. „Hvers vegna ætti ég að fara í þennan grafreit. Hann er fullur af minnipokamönnum,“ sagði Trump við starfslið sitt, að sögn fjögurra heimildarmanna The Atlantic sem höfðu sjálfir vitneskju um ummælin. Síðar í sömu ferð lýsti Trump um 1.800 bandarískum hermönnum sem féllu í Belleau Wood þar sem þeir hjálpuðu bandamönnum að stöðva sókn Þjóðverja sem „flónum“ vegna þess að þeir létu lífið. Fjarvera Trump frá minnigarathöfninni í Aisne-Marne var rakin til þess að þyrla hans hefði ekki geta flogið og að leyniþjónustan hafi ekki getað ekið forsetanum. Trump er einnig sagður hafa spurt ráðgjafa sína hverjir hafi verið „góðu gaurarnir“ í fyrra stríði og furðað sig á því að Bandaríkin hafi tekið þátt í stríðinu við hlið bandamanna. Trump og eiginkona hans Melania við athöfn í París til minningar um lok fyrri heimsstyrjaldarinnar í nóvember árið 2018. Forsetinn hafði allt á hornum sér eftir heimsóknina og hótaði meðal annars að draga Bandaríkin út úr Atlantshafsbandalaginu.Vísir/Getty Spurði Kelly hvað fallinn sonur hans hefði haft upp úr hermennskunni Heimildarmennirnir lýsa einnig atviki á minningardegi um fallna hermenn árið 2017 þegar Trump heimsótti Arlington-grafreitinn utan við Washington-borg þar sem fjöldi fallinna hermanna liggur grafinn. Forsetinn fór með John Kelly, sem þá var heimavarnaráðherra og varð skömmu síðar starfsmannastjóri Hvíta hússins, að leiði sonar Kelly sem féll í Afganistan árið 2010. Þegar mennirnir tveir stóðu yfir leiði sonar Kelly á Trump að hafa snúið sér að honum og sagt: „Ég næ þessu ekki. Hvað höfðu þeir upp úr þessu?“ Kelly á í fyrstu að hafa talið að Trump væri að reyna að lofa fórnfýsi hermanna sem buðu sig sjálfir fram til herþjónustu á klunnalegan hátt. Síðar hafi hann áttað sig á því að forsetinn skildi raunverulega ekki að nokkur myndi gera nokkuð slíkt án persónulegs ávinnings. Fyrirlitning Trump er einnig sögð ná til hermanna sem eru teknir til fanga og herflugmanna sem hrapa með flugvélum sínum. Þannig þrætti Trump fyrir það í kosningabaráttunni árið 2015 að John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, væri stríðshetja vegna þess að hann var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu. Þá kallaði hann George H.W. Bush, fyrrverandi forseta, „aula“ vegna þess að Japanir skutu niður flugvél hans í síðari heimsstyrjöldinni. Forsetinn vildi heldur ekki sjá hermenn sem hafa særst þegar hann lagði allt kappa á að halda íburðarmiklar hersýningar árið 2018. Á undirbúningsfundi fyrir slíka sýningu í Hvíta húsinu sagði hann starfsmönnum að láta særða hermenn ekki taka þátt því þeir myndu láta áhorfendum líða illa. „Enginn vill sjá þetta,“ á Trump að hafa sagt. Fauk í Trump þegar flaggað var í hálfa stöng fyrir McCain Hvíta húsið svaraði ekki spurningum The Atlantic en gaf út yfirlýsingu skömmu eftir að grein tímaritsins birtist þar sem það fullyrti að lýsingarnar væru úr lausu lofti gripnar. Trump bæri mikla virðingu fyrir hernum. James LaPorta, fréttamaður AP-fréttastofunnar, tísti skömmu eftir að umfjöllun The Atlantic birtist að háttsettur embættismaður varnarmálaráðuneytisins hefði staðfest efnisatriði hennar í heild við sig, sérstaklega það sem varðaði Kelly og McCain. A senior Defense Department official I just spoke with confirmed this story by @JeffreyGoldberg in its entirety. Especially the grafs about the late Sen. John McCain and former Marine Gen. John Kelly, President @realDonaldTrump former chief of staff. https://t.co/ol2lhBbgv8— James LaPorta (@JimLaPorta) September 3, 2020 McCain var einn fárra repúblikana sem var áfram gagnrýninn á Trump eftir að hann vann forval flokksins og var kjörinn forseti. Þegar McCain lést af völdum heilaæxlis fyrir tveimur árum sagði Trump starfsliði sínu að alríkisstjórnin myndi ekki taka þátt í útför þingmannsins sem hann kallaði „minnipokamann“. Forsetinn varð ævareiður þegar hann sá að flögg við Hvíta húsið voru við hálfa stöng vegna andláts McCain. Trump var ekki boðið í jarðarför McCain og hefur haldið áfram að úthúða repúblikananum jafnvel eftir fráfall hans. Hafnar því sem fram kemur í fréttinni Trump tísti í nótt um grein Atlantic þar sem hann segist aldrei hafa verið mikill aðdáandi McCain og oft verið honum ósammála. Hann hafi þó samþykkt það án þess að hika að flaggað yrði í hálfa stöng fyrir McCain, auk þess að hann hafi sent forsetaflugvélina til Arizona í þeim tilgangi að flytja kistu McCain til höfuðborgarinnar. Þá hafnar hann því alfarið að hafa kallað fallna hermenn Bandaríkjanna nokkuð annað en „hetjur“. Allt tal um annað séu falsfréttir. I was never a big fan of John McCain, disagreed with him on many things including ridiculous endless wars and the lack of success he had in dealing with the VA and our great Vets, but the lowering of our Nations American Flags, and the first class funeral he was given by our....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2020 ..Country, had to be approved by me, as President, & I did so without hesitation or complaint. Quite the contrary, I felt it was well deserved. I even sent Air Force One to bring his body, in casket, from Arizona to Washington. It was my honor to do so. Also, I never called..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2020 ....John a loser and swear on whatever, or whoever, I was asked to swear on, that I never called our great fallen soldiers anything other than HEROES. This is more made up Fake News given by disgusting & jealous failures in a disgraceful attempt to influence the 2020 Election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2020
Donald Trump Bandaríkin Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira