Indland komið í annað sæti yfir flest smit í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 13:30 Örfáar hræður nýttu sér að neðanjarðarlestir væru aftur byrjaðar að ganga eftir um hálfs árs hlé í Nýju-Delí í dag. Vanalega annar neðanjarðarlestakerfið þar um 2,7 milljónum farþega á dag. AP/Manish Swarup Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01