Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 18:11 Kári Árnason biðlar til dómarans eftir að víti var dæmt á Ísland sem reyndist ráða úrslitum í leiknum við England. vísir/hulda margrét „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
„Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00
Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30
De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19
Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00