Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 22:20 Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. Embættismaðurinn, Brian Murphy, hefur lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Murphy sem var yfir greiningu á leynilegum upplýsingum hjá ráðuneytinu, segir að Chad Wolf, heimavarnaráðherra, hafi þann 8. júlí sagt sér að sitja á upplýsingum um áróður Rússa varðandi forsetakosningarnar 2020, því það léti Trump líta illa út. Murphy hafði meðal annars sent Alríkislögreglu Bandaríkjanna og öðrum löggæsluembættum umræddar upplýsingar. Trump hefur lengi talað um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum sem „gabb“ og að tilgangur þess sé að grafa undan sigri hans í forsetakosningunum 2016. Rússar hafa beitt áróðri og öðrum aðferðum til stuðnings Trump og þá bæði í kosningunum 2016 og í kosningabaráttunni sem stendur nú yfir. Samkvæmt kvörtun Murphy, mótmælti hann skipun Wolf og sagði óviðeigandi að sitja á upplýsingum sem þessum af pólitískum ástæðum. Murphy segir einnig frá því að Wolf hafi tveimur mánuðum áður skipað honum að leggja meiri áherslu á kosningaafskipti frá Kína og Íran. Það væri skipun frá Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Murphy sagðist ekki ætla að hlýða þeirri skipun. Kvörtun Murphy er nú til skoðunar hjá innri rannsakenda Heimavarnaráðuneytisins. Adam Schiff, formaður Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að á málið verið einnig rannsakað á þeim vettvangi. Ásakanir Murphy varpi ljósi á hegðun sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Murphy hefur verið boðaður á fund nefndarinnar seinna í mánuðinum. We ve received a whistleblower complaint alleging DHS suppressed intel reports on Russian election interference, altered intel to match false Trump claims and made false statements to Congress.This puts our national security at risk. We will investigate:https://t.co/Z7npo3P6zv— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) September 9, 2020 Embætti yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum gaf í síðasta mánuði út tilkynningu um að Rússland, Kína og Íran væru að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sú yfirlýsing var harðlega gagnrýnd af Demókrötum sem sögðu ríkisstjórn Trump vera að reyna að setja ríkin þrjú á sama stall varðandi kosningaafskipti. Hið rétta væri að afskipti Rússa væru umfangsmeiri og þeim væri einnig ætlað að styðja Trump. AP fréttaveitan segir að Murphy haldi því einnig fram að yfirmaður sinn hafi skipað honum að breyta skýrslu sem fjallaði um hættuna af þjóðernissinnum og nýnasistum í Bandaríkjunum. Honum var sagt að gera meira úr hættunni frá hópum vinstri sinnaðra aðila og endurspegla orðræðu úr Hvíta húsinu um slíka hópa. Murphy segist einnig hafa neitað því og í kjölfarið hafi honum verið vikið úr starfshópnum sem kom að gerð skýrslunnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira