Heimsborgarar á Austurlandi Guðrún Schmidt skrifar 10. september 2020 13:00 Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun