Rýnt í landsliðshópinn: „Af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið frábær í sumar. VÍSIR/VILHELM Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00
„Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07