Sænskur landsliðsmaður í Stjörnuna: Leit alltaf upp til Hlyns og þekki Ægi Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 18:50 Alexander Lindqvist segir skemmtilegt fyrir strákana sína að prófa að búa á Íslandi. mynd/stöð 2 Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sjá meira