Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 13:12 Meðlimir sendinefndar Talíbana á opnunarhátíð friðarviðræðnanna við Afganistan í Doha í Katar í morgun. EPA-EFE/STRINGER Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga. Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga.
Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15
Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26