Sanders segir Biden þurfa að gera meira Sylvía Hall skrifar 13. september 2020 20:55 Bernie Sanders hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden og tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vísir/EPA Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira
Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22