Gárinn Kókó hættir ekki að tala Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 21:51 Kókó hefur virkilega gaman að sjálfum sér. Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“ Dýr Gæludýr Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“
Dýr Gæludýr Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira