Farseðillinn til Ítalíu tæklaður af Hólmberti? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:45 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi yfir gegn Belgíu í síðustu viku. vísir/getty Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson. Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson.
Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53