Hvetur Húsvíkinga til að huga að skjálftavörnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 18:23 Tveir jarðskjálftar yfir 4 hafa riðið yfir á Norðurlandi í dag. Veðurstofa Íslands/skjáskot Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43
Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17
Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18