„Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. september 2020 18:23 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira