Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur enga áhorfendur til að hvetja sig áfram eins og á heimsleikum fyrri ára. Mynd/Instagram Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist. CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira
Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist.
CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira