Boston menn í hávaða rifrildi inn í klefa eftir að Miami komst í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 07:30 Kemba Walker reynir að skora fyrir Boston en Jimmy Butler og Kelly Olynyk virðast vera búnir að loka öllum leiðum. AP/Mark J. Terrill Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020 NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020
NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira