Besta byrjun knattspyrnukonu með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur) EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira