Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 12:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Morry Gash Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00
Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57
Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48