Fá aldamótabörnin tækifæri gegn Svíum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2020 13:34 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik gegn Lettlandi á fimmtudaginn. Fær hún tækifæri í byrjunarliðinu gegn Svíþjóð? vísir/vilhelm Frá því Jón Þór Hauksson tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2018 hefur hann verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í keppnisleikjum. Og það verður ekki annað sagt en að þeir hafi nýtt tækifærin vel. Í leikjunum fjórum í undankeppni EM 2022 til þessa hafa fjórir leikmenn sem eru fæddir á þessari öld fengið tækifæri í byrjunarliðinu. Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) byrjaði gegn Ungverjalandi síðasta haust og þakkaði traustið með marki í 4-1 sigri. Jafnaldra hennar, Alexandra Jóhannsdóttir, fékk tækifæri í byrjunarliðinu í útileiknum gegn Lettum og skoraði eitt marka Íslendinga í 0-6 sigri. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni í leiknum gegn Lettlandi.vísir/vilhelm Í 9-0 sigrinum á Lettum á fimmtudaginn var Sveindís Jane Jónsdóttir (fædd 2001) í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (fædd 2001) byrjaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Sveindís skoraði tvö mörk í leiknum og Karólína eitt. Alexandra var einnig í byrjunarliðinu og skoraði líkt og í fyrri leiknum gegn Lettlandi. Þá kom Barbára Sól Gísladóttir (fædd 2001) inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Selfyssingurinn lét til sín taka og lagði upp tvö mörk. Stóra spurningin fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð í kvöld er hvort áðurnefnd aldamótabörn fái tækifæri í byrjunarliðinu? Það er eitt að gefa þeim tækifæri gegn Ungverjum, Slóvökum og Lettum en annað gegn bronsliði síðasta heimsmeistaramóts. Sandra Sigurðardóttir hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir varð barnshafandi og verður það áfram í þessari undankeppni. Á bekknum bíður hin bráðefnilega Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem hefur leikið einn A-landsleik. Þrír leikmenn hafa byrjað í stöðu hægri bakvarðar í undankeppninni; Ingibjörg Sigurðardóttir byrjaði gegn Ungverjum, Ásta Eir Einarsdóttir gegn Slóvökum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í báðum leikjunum gegn Lettum. Ingibjörg verður að öllum líkindum í hjarta íslensku varnarinnar í kvöld ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur, Ásta Eir er ekki í hópnum og því er langlíklegast að Jón Þór veðji aftur á Gunnhildi. Hallbera Gísladóttir verður svo á sínum stað vinstra megin í vörninni. Ingibjörg fór meidd af velli í seinni hálfleik gegn Lettlandi en hefur náð sér af meiðslunum og er klár í bátana. Barbára er framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar en verður varla hent út í djúpu laugina í kvöld. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða á miðjunni. Dagný hefur glímt við smávægileg meiðsli og lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Lettum. Hún nýtti hann einstaklega vel og skoraði þrennu. Dagný er klár í slaginn og spilar sinn 90. landsleik í kvöld. Líklegt verður að teljast að Alexandra fái áfram traustið og verði á miðjunni ásamt Söru og Dagnýju. Alexandra hefur leikið frábærlega með Breiðabliki í sumar og nýtt tækifærin með landsliðinu vel. Annar möguleiki er að setja Gunnhildi á miðjuna og Guðnýju Árnadóttur í stöðu hægri bakvarðar. Hún lék þar í vináttulandsleiknum gegn Úkraínu í mars, gæti leyst þessa stöðu í framtíðinni en ólíklegt er að hún verði þar í kvöld. Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn Lettum sem kom eftir aðeins 28 sekúndna leik.vísir/vilhelm Elín Metta Jensen hefur verið aðalframherji íslenska landsliðsins síðan eftir EM 2017 og verður það áfram. Hún hefur skorað í öllum leikjum Íslands í undankeppninni, alls fimm mörk. Stærsta spurningarmerkið er hverjar verða á köntunum. Karólína og Sveindís voru á köntunum gegn Lettum og gerðu ekkert til að verðskulda að verða teknar út úr liðinu. Líklegt er að allavega önnur þeirra verði í byrjunarliðinu gegn Svíum. Hlín, Agla María Albertsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir gera einnig tilkall til þess að vera á köntunum. Hlín lék síðustu 21 mínútuna gegn Lettum og lagði upp eitt mark. Agla María kom ekkert við sögu og spurning hvort Jón Þór hafi verið að hvíla hana fyrir leikinn í kvöld. Agla María hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu að undanförnu og er komin með mikla reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Svava er ú eina í íslenska hópnum sem er tæp vegna meiðsla og því allar líkur á að hún byrji á bekknum. Svava hefur leikið virkilega vel fyrir Kristianstad á þessu tímabili og skorað sex mörk í sænsku úrvalsdeildinni. Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð Markvörður: Sandra Sigurðardóttir Hægri bakvörður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir Hægri kantmaður: Sveindís Jane Jónsdóttir Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir Framherji: Elín Metta Jensen Ísland og Svíþjóð eru bæði með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í F-riðli undankeppninnar. Efsta liðið kemst beint inn á EM 2022 sem og þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna níu í undankeppninni. Hin sex liðin fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Leikurinn í kvöld er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Síðustu þrír leikirnir eru á útivelli, gegn Svíþjóð 27. október, Slóvakíu 25. nóvember og Ungverjalandi 30. nóvember. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Helenu Ólafsdóttur hefst hálftíma fyrir leik. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Sjá meira
Frá því Jón Þór Hauksson tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2018 hefur hann verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í keppnisleikjum. Og það verður ekki annað sagt en að þeir hafi nýtt tækifærin vel. Í leikjunum fjórum í undankeppni EM 2022 til þessa hafa fjórir leikmenn sem eru fæddir á þessari öld fengið tækifæri í byrjunarliðinu. Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) byrjaði gegn Ungverjalandi síðasta haust og þakkaði traustið með marki í 4-1 sigri. Jafnaldra hennar, Alexandra Jóhannsdóttir, fékk tækifæri í byrjunarliðinu í útileiknum gegn Lettum og skoraði eitt marka Íslendinga í 0-6 sigri. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni í leiknum gegn Lettlandi.vísir/vilhelm Í 9-0 sigrinum á Lettum á fimmtudaginn var Sveindís Jane Jónsdóttir (fædd 2001) í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (fædd 2001) byrjaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Sveindís skoraði tvö mörk í leiknum og Karólína eitt. Alexandra var einnig í byrjunarliðinu og skoraði líkt og í fyrri leiknum gegn Lettlandi. Þá kom Barbára Sól Gísladóttir (fædd 2001) inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Selfyssingurinn lét til sín taka og lagði upp tvö mörk. Stóra spurningin fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð í kvöld er hvort áðurnefnd aldamótabörn fái tækifæri í byrjunarliðinu? Það er eitt að gefa þeim tækifæri gegn Ungverjum, Slóvökum og Lettum en annað gegn bronsliði síðasta heimsmeistaramóts. Sandra Sigurðardóttir hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir varð barnshafandi og verður það áfram í þessari undankeppni. Á bekknum bíður hin bráðefnilega Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem hefur leikið einn A-landsleik. Þrír leikmenn hafa byrjað í stöðu hægri bakvarðar í undankeppninni; Ingibjörg Sigurðardóttir byrjaði gegn Ungverjum, Ásta Eir Einarsdóttir gegn Slóvökum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í báðum leikjunum gegn Lettum. Ingibjörg verður að öllum líkindum í hjarta íslensku varnarinnar í kvöld ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur, Ásta Eir er ekki í hópnum og því er langlíklegast að Jón Þór veðji aftur á Gunnhildi. Hallbera Gísladóttir verður svo á sínum stað vinstra megin í vörninni. Ingibjörg fór meidd af velli í seinni hálfleik gegn Lettlandi en hefur náð sér af meiðslunum og er klár í bátana. Barbára er framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar en verður varla hent út í djúpu laugina í kvöld. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða á miðjunni. Dagný hefur glímt við smávægileg meiðsli og lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Lettum. Hún nýtti hann einstaklega vel og skoraði þrennu. Dagný er klár í slaginn og spilar sinn 90. landsleik í kvöld. Líklegt verður að teljast að Alexandra fái áfram traustið og verði á miðjunni ásamt Söru og Dagnýju. Alexandra hefur leikið frábærlega með Breiðabliki í sumar og nýtt tækifærin með landsliðinu vel. Annar möguleiki er að setja Gunnhildi á miðjuna og Guðnýju Árnadóttur í stöðu hægri bakvarðar. Hún lék þar í vináttulandsleiknum gegn Úkraínu í mars, gæti leyst þessa stöðu í framtíðinni en ólíklegt er að hún verði þar í kvöld. Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn Lettum sem kom eftir aðeins 28 sekúndna leik.vísir/vilhelm Elín Metta Jensen hefur verið aðalframherji íslenska landsliðsins síðan eftir EM 2017 og verður það áfram. Hún hefur skorað í öllum leikjum Íslands í undankeppninni, alls fimm mörk. Stærsta spurningarmerkið er hverjar verða á köntunum. Karólína og Sveindís voru á köntunum gegn Lettum og gerðu ekkert til að verðskulda að verða teknar út úr liðinu. Líklegt er að allavega önnur þeirra verði í byrjunarliðinu gegn Svíum. Hlín, Agla María Albertsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir gera einnig tilkall til þess að vera á köntunum. Hlín lék síðustu 21 mínútuna gegn Lettum og lagði upp eitt mark. Agla María kom ekkert við sögu og spurning hvort Jón Þór hafi verið að hvíla hana fyrir leikinn í kvöld. Agla María hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu að undanförnu og er komin með mikla reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Svava er ú eina í íslenska hópnum sem er tæp vegna meiðsla og því allar líkur á að hún byrji á bekknum. Svava hefur leikið virkilega vel fyrir Kristianstad á þessu tímabili og skorað sex mörk í sænsku úrvalsdeildinni. Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð Markvörður: Sandra Sigurðardóttir Hægri bakvörður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir Hægri kantmaður: Sveindís Jane Jónsdóttir Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir Framherji: Elín Metta Jensen Ísland og Svíþjóð eru bæði með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í F-riðli undankeppninnar. Efsta liðið kemst beint inn á EM 2022 sem og þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna níu í undankeppninni. Hin sex liðin fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Leikurinn í kvöld er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Síðustu þrír leikirnir eru á útivelli, gegn Svíþjóð 27. október, Slóvakíu 25. nóvember og Ungverjalandi 30. nóvember. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Helenu Ólafsdóttur hefst hálftíma fyrir leik.
Markvörður: Sandra Sigurðardóttir Hægri bakvörður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir Hægri kantmaður: Sveindís Jane Jónsdóttir Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir Framherji: Elín Metta Jensen
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Sjá meira