Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2020 20:44 Fyrirliðinn og Sveindís í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. Hún sagði þó að löngu innköst liðsins hefðu ekki komið sænska liðinu sérstaklega á óvart. „Íslenska liðið hefur verið með Sif Atladóttur í þessu hlutverki. Við vorum ekki alveg með á hreinu að þessi gæti kastað svona langt. Við vorum svolítið óheppnar, við lásum boltann vitlaust og síðan skoppaði hann skringilega. Leiðinlegt að þetta hafi endað með marki auðvitað,” sagði Seger um jöfnunarmark Íslendinga. Sveindís vakti augljóslega athygli sænsku blaðamannanna því þeir spurðu Seger enn frekar út í leikmanninn unga sem var aðeins að leika sinn annan landsleik í kvöld. „Við vissum ekki svo mikið um hana fyrir leikinn, hún hefur ekki spilað mikið þannig að við höfðum ekki mikla möguleika á því að að skoða hennar leik. Á köflum fannst mér við láta hana líta vel út, hún er sterk með boltann og er síðan með þetta vopn í innköstunum.” „Það fór oft ansi langur tími í innköstin, mikið af dauðum tíma og það fara margar leikmínútur í þessi föstu leikatriði. Það er ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann.” Eftir jafnteflið eru liðin enn jöfn á toppi riðilsins en þau mætast í Gautaborg í október. „Við eigum leikinn eftir á heimavelli. Við hefðum viljað hafa yfirhöndina fyrir þann leik en það er eins og það er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki og mæta klárar til leiks þá.” EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. Hún sagði þó að löngu innköst liðsins hefðu ekki komið sænska liðinu sérstaklega á óvart. „Íslenska liðið hefur verið með Sif Atladóttur í þessu hlutverki. Við vorum ekki alveg með á hreinu að þessi gæti kastað svona langt. Við vorum svolítið óheppnar, við lásum boltann vitlaust og síðan skoppaði hann skringilega. Leiðinlegt að þetta hafi endað með marki auðvitað,” sagði Seger um jöfnunarmark Íslendinga. Sveindís vakti augljóslega athygli sænsku blaðamannanna því þeir spurðu Seger enn frekar út í leikmanninn unga sem var aðeins að leika sinn annan landsleik í kvöld. „Við vissum ekki svo mikið um hana fyrir leikinn, hún hefur ekki spilað mikið þannig að við höfðum ekki mikla möguleika á því að að skoða hennar leik. Á köflum fannst mér við láta hana líta vel út, hún er sterk með boltann og er síðan með þetta vopn í innköstunum.” „Það fór oft ansi langur tími í innköstin, mikið af dauðum tíma og það fara margar leikmínútur í þessi föstu leikatriði. Það er ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann.” Eftir jafnteflið eru liðin enn jöfn á toppi riðilsins en þau mætast í Gautaborg í október. „Við eigum leikinn eftir á heimavelli. Við hefðum viljað hafa yfirhöndina fyrir þann leik en það er eins og það er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki og mæta klárar til leiks þá.”
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47