Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 11:39 Fjármálastöðugleikanefnd kynnti skýrslu sína um stöðu og horfur í efnahagsmálum í morgun. Stöð 2/Sigurjón Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29
Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18