50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2020 08:54 Flugfélagsvélin brotlenti á hæstu bungu eyjunnar Mykiness í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Skjáskot/Kringvarp Færeyja, Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs. Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs.
Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira